Svona ertu fullkominn gestgjafi

Það er eitt að fá gesti í mat, en annað …
Það er eitt að fá gesti í mat, en annað að geta sinnt þeim og eldhúsinu á sama tíma. mbl.is/Colourbox

Það er jafnvægisverkefni að sinna bæði gestunum og brasa í eldhúsinu á sama tíma. Þú þarft að hafa yfirsýn yfir marga hluti í einu ásamt því að halda uppi samræðum. Hvernig förum við að?

Það kannast flestir við það að reyna smala saman vinahópnum og alltaf reynist það jafn erfitt að finna dag sem hentar öllum. En dagsetningin er slegin og húsið er orðið hreint. Þú ert búin/n að gera stórinnkaup fyrir kvöldið en einhverra hluta vegna stendur þú meirihlutann af kvöldinu inn í eldhúsi á meðan hinir kjafta saman í stofunni. Hvað er til ráða?

Undirbúðu þig
Allt sem þú getur undirbúið deginum áður skaltu reyna gera. Þú getur lagt á borð eða undirbúið hluta af matnum. Súpur og sósur má vel gera kvöldinu áður og hita upp þegar gestirnir koma.

Hlýjar móttökur
Gott skipulag er mikilvægt á svona stundum. Þú vilt ekki standa með klukkuna á tíma og hlaupa fram og til baka í matinn þegar gestirnir mæta. Tímasettu þig þannig að maturinn í ofninum eða í pottunum geti passað sig sjálfur í að minnsta kosti hálftíma á meðan gestirnir mæta í hús. Þá hefur þú tíma í smá spjall og getur boðið upp á drykki.

Góð stemning
Kertaljós og róleg tónlist er allt sem þarf í góðra vina hópi. Skenktu í glösin og haltu uppi samræðum. Vertu áhugasöm/samur og vertu til staðar fyrir gestina þína.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert