Heimabakaðir snúðar sem þykja lostæti

Ilmandi snúður með góðum kaffibolla.
Ilmandi snúður með góðum kaffibolla. mbl.is/Þröstur Sigurðsson

Það er enginn annar en gourmei-kóngurinn Töddi sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hann segist fátt elska heitar en kanilsnúða. Það ættu allir að prófa þessa snilld enda steinliggur hún.

„Hér kemur mjög einföld uppskrift sem ég breytt aðeinsl með því að gluða pistasíukremi inn í þá í viðbót við smjör/kanil/púðursykurs kombóið. Ég keypti ansi margar krukkur af þessu kremi á Ítalíu síðasta sumar en ég veit að Jói Fel selur svipað frá Nicolas Vahé sem er ofsalega gott.“

Þú þarft:

  • 500 g hveiti
  • 100 g sykur
  • 1 pakki þurrger
  • 2 tsk. salt
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 dós KEA skyr með kaffi og vanillu
  • 2 egg
  • 80 g mjúkt smjör

Fylling:

  • 100 gr bráðið smjör
  • 3 msk. púðursykur
  • 1 msk. kanill
  • 1 dós pistasíukrem

Maður blandar saman þurrefnunum og svo fer restin útí eitt af öðru, allt í rólegheitunum. Deigið er látið hefast í 30 mínútur og svo er hnoðað duglega aftur og flatt út.

Smjör, púðursykur og kanill er hrært vel saman þar til …
Smjör, púðursykur og kanill er hrært vel saman þar til það er mjúkt, þá er það penslað á deigið, svo er pistasíukreminu dreift yfir. Deiginu er svo rúllað í pulsu og snúðarnir skornir í ásættanlega stærð. mbl.is/Þröstur Sigurðsson
mbl.is/Þröstur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert