Það er fátt súrara í lífinu en súrir skór – en skór eiga til að súrna ef maður svitnar mikið í þeim eða blotnar á tánum. Þá þarftu að kunna listina að búa til ilmpoka fyrir táfýluna.
Allt sem til þarf er:
- Snæri
- Efnisbútar á stærð við servíettur
- Maíismjöl
- Lyftiduft
- Ilmolía (ef þú vilt hafa ákveðna lykt)
Aðferð:
- Byrjið á því að blanda saman 1 hluta af lyftidufti á móti 1 hluta af maíismjöli í skál og bætið nokkrum ilmolíudropum út í. Blandið vel saman.
- Setjið eina góða matskeið af blöndunni fyrir miðju á hverjum efnisbút og bindið fyrir með snæri, þannig um litla poka sé að ræða.
- Settu pokana ofan í skóna þína þegar þeir eru ekki í notkun og leyfðu ilmpokunum að fæla fýluna á bak og burt.