Með mörghundruð milljóna króna málverk inn í eldhúsi

Málverkið sem hékk fyrir ofan eldavélina í eldhúsi einu í …
Málverkið sem hékk fyrir ofan eldavélina í eldhúsi einu í Frakklandi - eigendum óafvitandi hvers virði það er. mbl.is/© CHARLES PLATIAU

Liggja verðmæti heima hjá þér og þú hefur ekki hugmynd um það? Í fleiri ár hefur málverk af Jesú Kristi hangið uppi á vegg í eldhúsi einu í Frakklandi – án vitundar  eigandans um hvers virði það er.

Í bænum Compiegne í Norður Frakklandi hefur umrætt málverk hangið á heimili einu fyrir ofan eldavélina, í þeirri trú eiganda að um gamalt íkon væri að ræða. Annað kom þó í ljós þegar málverkið var verðmetið! Búist er við að það sé um 730 milljóna króna virði.

Listamaðurinn er talinn vera Cimabue og er verkið frá árinu 1200 – en það er eitt af átta listaverkum í sömu seríu þar sem Cimabue sýnir síðustu daga Jesú og þegar hann var krossfestur. Eitt af málverkunum í þessari seríu hangir á The National Gallery í London.

mbl.is/PHILIPPE LOPEZ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert