Opna fimmta veitingastaðinn

Herborg Hjelm.
Herborg Hjelm. mbl.is/Ásdís

Þær fregn­ir bár­ust á dög­un­um að Jóm­frú­in hygðist loka á Hlemmi Mat­höll. Það er vissu­lega skarð fyr­ir skildi en góðu tíðind­in eru að Her­borg Svana Hjelm og Birg­ir Rafn Reyn­is­son hafa keypt plássið og þar eru eng­ir au­kvis­ar á ferð. Her­borg og Birg­ir  full­reynd­ir rekstr­araðilar sem þegar eru með rekst­ur í Mat­höll­un­um í Kringl­unni og úti á Granda.

Her­borg og Birg­ir reka alls fjóra veit­ingastaði sem sér­hæfa sig í götu­bita. Það er Fjár­húsið sem sér­hæf­ir sig í mat úr ís­lensku sauðkind­inni og þykir afar vel heppnaður. Fjár­húsið er að finna bæði úti á Granda og í Kringl­unni. Að auki eru þau með tvo aðra staði úti á Granda; Hænsna­kof­ann og Frysti­húsið.

Í sam­tali við Mat­ar­vef mbl.is staðfesti Birg­ir að þau hefðu tekið plássið og að planið væri að opna splunku­nýj­an stað sem yrði í holl­ari kant­in­um. Ljóst er að Her­borg og Birg­ir eru að verða stór­tæk í Mat­höll­un­um og spenn­andi verður að sjá hvað þau bjóða upp á næst.

Birgir Reynisson og Herborg Hjelm.
Birg­ir Reyn­is­son og Her­borg Hjelm. Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert