Borðar þú of mikið salt?

Flest okkar borða allt of mikið af salti. Flögusalt, fínt salt, sjávarsalt, borðsalt, salt með kryddjurtum, gróft salt og allt þar fram eftir götunum. En hvernig fer saltið með líkamann okkar?

Salt er mikilvægt fyrir líkamann þar sem það hjálpar til við að stjórna vökvajafnvæginu og kemur stöðugleika á taugakerfið. Salt bindur líka vökva í æðunum og ef þú borðar of mikið af því mun blóðþrýstingurinn hækka. Við langvarandi ástand munu æðarnar þínar skemmast og verða ósveigjanlegar, hár blóðþrýstingur mun hafa áhrif á hjartað og slagæðarnar – eða með öðrum orðum sagt, þá mun saltið hindra blóðflæðið og auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Því er ekkert til fyrirstöðu en að minnka saltneysluna.

Hversu mikið salt megum við borða yfir daginn?

  • Það er ráðlagt að borða ekki meira en 5-6 grömm af salti á dag, til að sporna við hjarta- og nýrnasjúkdómum. Þó er meðal maður að innbyrða allt að 7-8 grömm á dag.
  • 1,5 grömm af salti ætti að vera nóg yfir daginn, nema þú sért að hlaupa maraþon í 30 stiga hita.

Hvaðan kemur saltið?

  • Þó þér finnist þú ekki liggja í saltstauknum, getur vel verið að þú sért í hópi þeirra sem innbyrða of mikið af salti. 70% af því salti sem við borðum daglega koma úr unnum matvörum þar sem framleiðendurnir sjá til þess að nóg sé af salti í matvælunum. Þetta getur verið í brauði, osti, morgunkorni, sósum og öðrum tilbúnum réttum.
  • Þú getur lesið aftan á pakningarnar í næstu búðarferð en það stendur þó ekki alltaf „salt“ á innihaldslýsingunni. Leitaðu þá eftir orðinu „natrium“ og reiknaðu svo saltmagnið út með þessari einföldu formúlu: 1 g natrium x 2,5 = 2,5 g af salti.

Að lokum skaltu muna að salta minna matinn en þú heldur að þörf sé á. Og ef þú skellir þér í góðan spinning tíma og sérð svitann á gólfinu liggja undir hjólinu eftir tímann – þá hefur þú að öllum líkindum losað þig við sirka 3 grömm af salti.

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert