Sturluð staðreynd! Hversu mikils kjöts neytum við um ævina?

Maðurinn borðar um 11 nautgripi í gegnum ævina.
Maðurinn borðar um 11 nautgripi í gegnum ævina. mbl.is/Colourbox

Ertu kjötæta? Þá ertu að fara lesa sláandi og sturlaða staðreynd sem fær þig til að hugsa.

Við mannfólkið borðum ótrúlegt magn af mat, enda er ekkert notalegra en að gera vel við sig í mat og drykk. En sagt er að kjötætur borði í kringum 7.000 dýr yfir ævina – svo sturlað er það. Að meðaltali ert þú, lesandi góður, að borða um 4.500 fiska, 2.400 kjúklinga, 80 kalkúna, 30 kindur, 27 grísi og 11 naut.  

Tölurnar koma frá síðunni Vegetarian Calculator sem var stofnuð til að vekja fólk til umhugsunar um málefnið og þá hvetja fólk til að verða grænmetisætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert