Eigum við að borða þegar við erum lasin?

Það er alveg glatað að liggja með flensu - en …
Það er alveg glatað að liggja með flensu - en hvað eigum við að borða þegar veikindin taka yfir líkamann? mbl.is/Colourbox

Flest okkar kannast við það að matarlystin hreinlega hverfi þegar við verðum veik. En hvað er til ráða þegar við viljum bara verða frísk á ný?

Veiru- vs. bakteríusýking
Flest okkar hafa heyrt að við verðum að borða og fá góða næringu til að ná bata á ný í veikindum. En það er ekki alltaf raunin. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það er munur hvort þú borðir þegar þú ert með veiru- eða bakteríusýkingu.
Vísindamenn í Yale-háskólanum könnuðu hvernig mýs brugðust við mat þegar þær voru sýktar með þessum tveimur veirum. Niðurstaðan sýndi að það hjálpaði til við batann þegar þær voru smitaðar af vírus en ástandið versnaði og hafði áhrif á mýsnar er þær voru með bakteríusýkingu.

Hvenær og hvað á að borða?
Ef þú ert með vírus eins og kvef eða flensu er góð hugmynd að fá mat í magann til að styrkja þig – helst mat sem inniheldur sykur. Hins vegar getur verið góð hugmynd að róa magann ef þú færð t.d. matareitrun, eða ekki borða sykraðan mat í þessu tilviki og þá alls ekki kók eins og við erum gjörn á að drekka við magakveisum.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert