Töfraleiðir til að nota tannkrem á heimilinu

Tannkrem er víst ætlað til að bursta tennurnar en dugar …
Tannkrem er víst ætlað til að bursta tennurnar en dugar til margra annarra verka. Getty Images

Vissir þú að tannkrem er eitt það gagnlegasta sem þú átt á heimilinu? Fyrir utan hið augljósa er tannkrem sannkallað töfraefni þegar kemur að almennum heimilisþrifum. Hér eru sjö leiðir til að nýta tannkrem til annars en tannburstunar.


Nr 1. Til að hreinsa silfur. Nuddið tannkreminu á skartgripinn og látið standa í 2-3 mínútur. Nuddið svo kremið af með hreinni tusku. 

Nr 2. Til að losna við hvítlaukslykt af höndum. Nuddið tannkremi inn í lófana og þvoið svo með handsápu og vatni.

Nr 3. Til að ná listaverkum eftir börnin af veggjum. Setið tannkrem í rakan klút og nuddið á blettinn. Varist þó að nota tannkrem á fleti með háum glans þar sem kremið getur skilið eftir sig mattan flöt ef nuddað er stíft.

Nr 4. Til að þrífa barnapela og ílát undan mjólk. Tannkremið hjálpar til við að losna við leiðinlega lykt og skán eftir mjólkina. Nuddið tannkreminu vel á ílátið og þrifið svo með volgu vatni og sápu.

Nr 5. Til að þrífa blöndunartæki. Það virkar vel að nudda kreminu á blöndunartækin með hreinum klút og pússa það svo af með hreinni tusku eða pappír:

Nr 6. Tannkrem er fyrirtaksefni til að þrífa fúguna á milli baðherbergisflísanna með. Til þess virkar vel að nota gamlan tannbursta! 

Nr 7. Teppahreinsir! Hverjum hefði dottið í hug að tannkrem væri snilld á bletti í teppum? 

Þetta er bara brot af því sem þrífa má með tannkremi. Fólk þrífur jafnvel framljósin á bílunum sínum með tannkremi auk þess sem það hefur lengi verið rómað sem bólubani. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert