Góðar kjötbollur standa alltaf fyrir sínu og þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Það er hún Hanna Þóra sem á heiðurinn að þeim og fyrir þá sem hafa gaman að því að nostra í eldhúsinu þá er þetta hin fullkomna uppskrift!
Sjálf segir Hanna að það sé skilyrði að bollurnar fái að malla í sósunni í að minnsta kosti 30 mínútur. Rétturinn sé vinsæll hjá börnum. Það eina sem þurfi að gera sé að saxa laukinn svo smátt að þau finni ekki fyrir honum.
Ítalskar kjötbollur með spaghetti
Bollur
- 500 g svínahakk
- 500 g nautahakk
- Rúmlega ½ dl steinselja – söxuð fínt
- ½ dl kóríander – saxað fínt (má sleppa og hafa meira af steinselju)
- ½ gulur laukur eða ½ dl scarlottlaukur (u.þ.b. 2 laukar) – saxað fínt
- 2 – 3 hvílauksrif – pressuð
- 1 egg
- ½ dl rasp
- 1 dl mjólk
- 100 g fetaostur – mulinn eða rifinn
- 1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda
- 1 tsk. oreganó
- 1 tsk. saltflögur
- Grófmalaður pipar
Sósa
- 2–3 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
- ¼–½ af chilipipar með nokkrum fræjum – saxaður
- 2–3 tómatar – skornir smátt
- 2 msk. tómatpúrra
- 1½ – 2 flöskur – tómatpassata (frá Sollu)
- 1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda
- 1 tsk. oreganó
Skraut
- Fetaostur u.þ.b. 50 g – rifinn eða mulinn
- Koríander/steinselja
Bollur
- Ofninn hitaður í 220°C (yfir- og undirhiti)
- Öllu hráefni blandað saman og hnoðað í skál með hendinni
- Búnar til bollur sem eru u.þ.b. á stærð við golfkúlur. Álpappír settur í ofnskúffu og aðeins af olíu hellt yfir. Bollunum raðað í ofnskúffuna (u.þ.b. 30 stk.) og sett í ofninn – látið bakast í 15 mínútur í miðjum ofni. Bollunum snúið við og skúffan látin vera ofarlega í 2 – 3 mínútur
Sósan
- Öllu blandað saman í skál
Samsetning og skraut
- Htinn á ofninum lækkaður í 100°C
- Bollurnar settar í leirpott/pott með loki
- Sósunni hellt yfir og rifnum fetaosti dreift yfir – lokið sett á
- Potturinn settur í ofninn og allt látið malla í a.m.k. ½ klukkustund en helst lengur
- Potturinn tekinn út og lokið tekið af. Skreytt með steinselju eða kóríander áður en maturinn er borinn fram
Meðlæti: Spaghetti og ferskt salat. Í stað spaghetti má skera niður hvítkál í þunnar ræmur.