Saumaklúbbsrétturinn sem tryllir mannskapinn

Þessi fylltu baguette brauð eru hreinasta lostæti!
Þessi fylltu baguette brauð eru hreinasta lostæti! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þú ert í einhverjum vafa hvað þú ætlar að bjóða stelpunum upp á í næsta saumaklúbb eða bera fram í næstu afmælisveislu – þá getur þú andað rólega því þessi súrdeigsfylltu brauð eru hreint út sagt geggjuð!

Uppskriftin kemur frá Hildi Rut matarbloggara, sem nýverið opnaði splúnkunýja heimasíðu sem inniheldur girnilegar uppskriftir eins og henni einni er lagið. En hér er um ræðir tvenns konar súrdeigsbaguette brauð með fyllingu. „Ég bar þetta fram í 1 árs afmælisboði hjá dóttir minni og þetta sló í gegn“, segir Hildur. 

Hildur Rut keypti brauðin í Brauð & co. En hún segir þau vera frekar stór og dásamlega góð – og í miklu uppáhaldi hjá henni.

Súrdeigsbrauð með fyllingu – 2 uppskriftir

Súrdeigsbaguette með beikoni og cheddar osti

  • 2 baguette frá Brauð & co
  • 340 g philadelphia rjómaostur (family size, keypti í Costco)
  • 1 lúka söxuð fersk steinselja
  • 1 pk beikon, bakað í ofni þar til það verður stökkt og skorið smátt
  • 250 g sveppir, smátt skornir
  • Smjör
  • 1/3-1/2 cheddar ostur, rifinn
  • Cayenne pipar
  • Smá salt

Súrdeigsbaguette með brie og sultu

  • 1 baguette frá Brauð & co
  • 1 brie
  • Chili sulta

Aðferð:

Súrdeigsbaguette með beikoni og cheddar osti

  1. Steikið sveppina uppúr smjöri og blandið saman við öll hráefnin, nema takið frá smá
  2. af cheddar ostinum til að dreifa yfir brauðin áður en þau fara inn í ofninn.
  3. Skerið gat langsum í miðjuna á baguette-inu. Fyllið það með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir.
  4. Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað, ca. 8-10 mín við 190°C.

Súrdeigsbaguette með brie og sultu

  1. Skerið rifur þversum í brauðið. Smyrjið rifurnar með chili sultu og setjið sneiðar af brie ofan í.
  2. Bakað í 8-10 mín við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
Annað brauðið er fyllt með brie og chilisultu og hitt …
Annað brauðið er fyllt með brie og chilisultu og hitt með beikoni og cheddar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut var að opna nýja heimasíðu með öllum girnilegu …
Hildur Rut var að opna nýja heimasíðu með öllum girnilegu uppskriftunum sínum - hildurrut.is. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert