Þetta vissir þú ekki um avókadó!

AFP

Vissir þú að hýðið af avocado og steinarnir gefa frá sér bleikan lit? Nú göngum við skrefinu lengra og litum efni úr avocado-afgöngum. Rebecca Desnos bloggari og bókahöfundur kennir okkur hvernig eigi að lita efni og þá m.a. með avocado.

Reynið að skafa sem mest af avocadoinu innan úr hýðinu og skolið hýðið að innan. Skolið einnig sjálfan steininn. Látið þorna áður en haldið er áfram, en gott er að leggja til þerris nálægt heitum ofni eða út í glugga ef sólin skín. Eftir að hafa þrifið og þurrkað má geyma hýðið og steininn í pappírspoka eða skókassa ef þú ferð ekki strax í að lita. Eins má setja hýðið og steinana í frysti og safna því upp þar.

Hægt er að lita efni án gramlitar en þá mun efnið að öllum líkindum verða aðeins ljósara á litinn. Avocado getur verið mismunandi eftir hvaðan hann kemur en því dekkri sem hann er því betri lit mun hann gefa þér.

Prófaðu að setja 3-4 avocado-hýði og -steina í pott með vatni. Sumir steinar gefa mikinn lit frá sér á meðan aðrir gefa minna. Stundum er betra að hafa fleiri steina og hýði ef maður sækist eftir dekkri lit. Sirka 8 hýði og steina í stóran pott.

Svona litar þú efni með avocado:

  • Taktu fram pott sem þú notar ekki undir matargerð, helst stálpott.
  • Leggðu hýðið og steinana í pottinn með nóg af vatni. Þú getur rifið hýðið aðeins í sundur ef þú vilt.
  • Hitaðu vatnið upp að suðu (ekki láta sjóða). Best ef þú getur gert þetta úti í bílskúr eða á öðrum stað en í eldhúsinu. Notast jafnvel við gashellur.
  • Það er áhrifaríkara að leyfa hitanum að koma hægt upp og strax eftir 15 mínútur ættir þú að sjá litinn koma fram. Því lengur sem þú hitar því dekkri verður liturinn. Mundu að nota lok á pottinn og hræra í jafnóðum.
  • Þegar þú ert ánægð/ur með litinn, helltu honum þá í gegnum sigti yfir í annað ílát til að hýðið sigtist frá.
  • Leggið efnið sem á að lita í bleyti og setjið lok ofan á til að hitinn haldist áfram í vatninu. Gott er að geyma úti í sólinni ef hún yljar manni þann daginn.
  • Best er að leyfa efninu að taka í sig litinn yfir nótt en þú getur prófað þig áfram og skoðað eftir hálftíma eða nokkra klukkutíma. Þetta kostar smá þolinmæði.
  • Þú getur notað restina af litaða vatninu aftur. Settu það bara í frysti og mundu að hita það aftur áður en þú litar á ný.
  • Takið litaða efnið og kreistið eins mikið af vatninu úr. Látið þorna á dimmum stað. Eins er gott að dýfa efninu í saltvatn áður en þú leggur það til þerris. Ef þú kemst í ekta sjó er það allra best.
  • Áður en þú skolar efnið í fyrsta sinn, leyfðu því að vera ósnert í að minnsta kosti viku. Þetta mun hjálpa litnum að vinna sig betur inn í efnið.
Það er einfalt og skemmtilegt að lita lén með avocado.
Það er einfalt og skemmtilegt að lita lén með avocado. mbl.is/Rebeccadesnosn.com
Best er að skafa sem mest innan úr hýðinu og …
Best er að skafa sem mest innan úr hýðinu og leggja það svo í frysti eða í pappapoka þar til þú byrjar að lita. mbl.is/Rebeccadesnosn.com
mbl.is/Rebeccadesnosn.com
Þú getur tónað bleika litinn eins og þú vilt.
Þú getur tónað bleika litinn eins og þú vilt. mbl.is/Rebeccadesnosn.com
Það er í þessari bók sem við lærum allt um …
Það er í þessari bók sem við lærum allt um hvernig lita megi lén eftir ýmsum aðferðum. mbl.is/Rebeccadesnosn.com
mbl.is/Rebeccadesnosn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert