Värmer er nafn vetrarlínu IKEA sem nú er fáanleg í verslunum hér á landi. Við getum farið að setja okkur í stellingar með kertaljós, kökubakstur og afslöppun í nýjum hægindastól svo eitthvað sé nefnt.
Hér er allt miðað út frá því að hafa það huggulegt með fjölskyldunni og borða góðan mat. Litavalið er dempað og stemningin góð eins og IKEA einu er lagið.