Þess vegna finnum við meira fyrir þynnku með aldrinum

Færðu þér stundum einum drykk of mikið um helgar?
Færðu þér stundum einum drykk of mikið um helgar? mbl.is/Getty Images

Manstu þegar svefnlausar nætur eftir bæjarrölt og einum kokteil of mikið var ekkert tiltökumál þegar takast átti á við daginn eftir? Þetta er löngu liðin tíð og fer versnandi með aldrinum ef eitthvað er.

Maginn á hvolfi og timburmenn eru afleiðing þess þegar lifrin reynir að brjóta niður áfengið í líkamanum með því að mynda etanól, sem er 10-30 sinnum eitraðra en áfengið. Líkaminn nær einungis að vinna ákveðið magn á klukkutíma og eftir mikla drykkju koma timburmennirnir í heimsókn, þar sem kroppurinn er undir áhrifum.

Það hefur löngum verið sagt að lifrin verði verri með aldrinum þó að það hafi ekki verið 100% sannað hvað gerist með lifrina í raun og veru er við eldumst. En ef það stemmir er útskýringin líklegast sú að færri lifrarfrumur og blóð streymi til lifrarinnar – og þá kemur upp vandamálið með etanólið.

Eins gerist það með aldrinum að líkaminn á erfiðara með að framleiða andoxunarefni til að berjast gegn áfenginu og ónæmiskerfið þitt verður slakara. Sem þýðir að líkaminn versnar með aldrinum þegar taka þarf á móti gleðistundum sem eiga til að fara úr böndunum.

Þér finnst þú eflaust vera orðinn gamall/gömul þegar þú lest eftirfarandi:
Eldra fólk sefur verr þar sem svokallað svefnhormón, melatonín, framleiðist í minna magni þegar þú eldist og það versnar eftir að þú hefur drukkið áfengi. Sum okkar tengja við að hafa sofið í sirka 4 tíma og þurft að glíma við 12 tíma ógleði og ónotalegheit daginn eftir sem tekur allan daginn frá okkur. 

Með aldrinum minnkar vöðvamassinn og vatn í líkamanum, en aftur á móti heldur þú fastar í fitu. Þetta þýðir að þú færð meira magn af áfengi í blóðið en áður. Þó að þú drekkir minna er líkaminn í verra standi til að takast á við það.

Þessi kona hefur átt betri daga eftir gott djamm.
Þessi kona hefur átt betri daga eftir gott djamm. mbl.is/All Over
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert