Eldhúshillur sem valda yfirliði

Eldhúsin frá Vipp falla seint úr gildi og eru hönnuð …
Eldhúsin frá Vipp falla seint úr gildi og eru hönnuð til að duga heila eilífð. Hér eru hillur frá þeim undir þarflegt eldhúsdót. Sams konar hillur eru fáanlegar í IKEA og hafa einnig þótt vinsælar í eldhúsið. mbl.is/Vipp

Opin eldhús hafa verið vinsæl í langan tíma, þar sem stofa og eldhús sameinast í eitt rými. Þá er líka mikilvægt að vera ekki með þunga efri skápa til að létta á ásýndinni. Vegghillur eru ein leiðin og eru útgáfur af þeim eins misjafnar og þær eru margar. Hér fyrir neðan má sá nokkrar hugmyndir að því hvernig nýta megi efri hlutann í eldhúsinu betur.

Hilla sem svífur yfir borðplötunni er einstaklega flott ef hún …
Hilla sem svífur yfir borðplötunni er einstaklega flott ef hún nær lengdinni sem borðplatan er. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
Þessi útfærsla er smart! Hér er hillan ekki bara að …
Þessi útfærsla er smart! Hér er hillan ekki bara að þjóna tilgangi heldur er hún með grafískt munstur á vegginn í leiðinni. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
Það má leika sér með bókakassa á vegginn sem eru …
Það má leika sér með bókakassa á vegginn sem eru þá í ýmsum stærðum og gerðum – með loki eða ekki. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
Hér er búið að sérsmíða hillu sem hangir yfir eldhúseyjunni …
Hér er búið að sérsmíða hillu sem hangir yfir eldhúseyjunni og kemur rosalega vel út. mbl.is/Pinterest_Boligmagasinet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert