Kjúklingaborgari af allra bestu gerð er mættur á borðið! Við lofum að þið hafið ekki smakkað þá betri en þennan, en hann kemur úr eldhúsinu hennar Hildar Rutar sem segir; „þið verðið svo sannarlega ekki svikin af þessum kjúklingaborgara. Þessi er svo ljúffengur og djúsí. Panko raspið og brie osturinn passa einstaklega vel saman. Rauðkálshrásalatið setur svo punktinn yfir i-ið. En það er oft gert á mínu heimili, hvort sem það er með borgara eða taco.“
Djúsí kjúklingaborgari með brie og rauðkálshrásalati (fyrir 2)
- 1-2 kjúklingabringur
- Panko brauðraspur (fæst t.d. Í Hagkaup)
- 1 egg
- Salt og pipar
- Krydd eftir smekk
- Smjör
- 2 brioche hamborgarabrauð
- Brie ostur
- Tómatur
- Avocado
Rauðkálshrásalat:
- 5 dl ferskt rauðkál
- 3 msk. Hellmanns majónes
- 1½ msk jalapeno úr krukku
Aðferð:
<ol>
<li>Pískið egg í skál. Hrærið saman brauðraspi og kryddi á disk eða skál.</li>
<li>Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar.</li>
<li>Veltið þeim upp úr egginu og síðan raspinum.</li>
<li>Skerið smjör í litla teninga og dreifið í botninn á eldföstu móti. Leggið kjúklinginn ofan á smjörið og dreifið svo fleiri smjörteninga ofan á hann.</li>
<li>Bakið í u.þ.b. 30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er næstum fulleldaður.</li>
<li>Skerið brie í sneiðar og dreifið þeim ofan á bringurnar. Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5-8 mínútur, þar til osturinn er bráðnaður.</li>
<li>Hitið hamborgarabrauðin í ofni og dreifið hrásalatinu á botninn. Setjið kjúkling, tómata, avocado og lokið borgaranum</li>
<li><strong>Rauðkálshrásalat: </strong>Blandið saman majónesi, jalapeno og salti með töfrasprota eða matvinnsluvél. Skerið rauðkálið í ræmur og blandið saman við jalapenomajónesið með skeið.</li>
</ol>
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir