Naglalakk sem hægt er að borða

Má bjóða þér tveggja rétta „máltíð“ með naglalakki?
Má bjóða þér tveggja rétta „máltíð“ með naglalakki? mbl.is/Supplied_Deliveroo

Matvælafræðingar hafa gert hið ómögulega að veruleika, eitthvað sem þig óraði ekki að hægt væri að gera – naglalakk sem má borða.

Það er ástralska matarþjónustufyrirtækið Deliveroo sem á hugmyndina að naglalakkinu en innblásturinn kom frá Willy Wonka sjálfum, úr kvikmyndinni „Kalli og súkkulaðiverksmiðjan“, sem var með þriggja rétta máltíð í tyggjói.

Annað naglalakkið býður upp á tveggja rétta máltíð þar sem þú getur „gætt“ þér á reyktum BBQ-rifjum með laukhringjum. Hitt smakkast eins og klassísk bláberjabaka. Framleiðendur lakksins vilja þó góðfúslega benda á að naglalökkin eru ekki máltíð, heldur eingöngu til að sleikja sér til yndisauka.

Annað lakkið mun vera fáanlegt í takmörkuðu upplagi og ber nafnið „Polished Meal“. Með því að festa kaup á slíku lakki ertu að styrkja herferðina Polished Man, sem safnar fé fyrir börn sem eru í hættu eða hafa hafa lent í ofbeldi af einhverju tagi. Polished Man hvetur menn og konur til að lakka á sér neglurnar og vekja þannig athygli á því að eitt barn deyr 5. hverja mínútu sökum ofbeldis í heiminum. En þess má geta að stórstjörnur á borð við Chris Hemsworth, Zac Efron og Kelly Slater hafa öll tekið þátt í herferðinni.  

Eitt naglalakkið er framleitt til góðgerðarmála og því ekkert til …
Eitt naglalakkið er framleitt til góðgerðarmála og því ekkert til fyrirstöðu að festa kaup á einu og smakka. mbl.is/Supplied_Deliveroo
mbl.is/Supplied_Deliveroo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert