Það er hún Berglind Hreiðarsdóttir á
Gotteri.is sem á þessar skemmtilegu naan-pítsur sem hún útfærði á tvo vegu. Hún segir að þetta sé afskapleg fljótlegt og einfaldur kvöldverður sem fjölskyldunni allri hafi líkað stórvel við.
Naan pizza með tælensku yfirbragði
- 2 x naan brauð
- 2 x kjúklingabringa
- Rauðlaukur
- Paprika
- Rifinn ostur
- Jarðhnetur
- Kóríander
- Hellmann‘s hvítlauksmajónes (Roasted Garlic Mayonnaise)
Aðferð:
- Skiptið kjúklingnum í hnetusósunni (sjá uppskrift af hnetusósu hér að neðan) yfir naan brauðin.
- Skerið lauk og papriku í þunnar sneiðar og raðið yfir kjúklinginn.
- Næst fer rifinn ostur yfir allt og inn í ofn við 200°C í um 5-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
- Toppið með vel af hvítlauksmajónesi, söxuðum jarðhnetum og fersku kóríander.
Hnetusósa
- 2 msk. Kikkoman soyasósa
- 2 msk. maple sýróp
- 1 msk. lime safi
- ½ tsk. Sriracha sósa
- ½ tsk. hvítlauksduft
- 125 g hnetusmjör (gróft)
Aðferð:
- Setjið allt nema hnetusmjör í skál og hrærið saman, hellið yfir steikta kjúklingabitana á pönnunni.
- Hrærið síðan hnetusmjörinu saman við þar til allt hefur blandast vel og skiptið niður á naan brauðin.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Naan pizza með Caesar salati
- 2 x naan brauð
- 2 x kjúklingabringa
- Rifinn ostur
- Rifinn parmesan ostur
- 6-8 beikonsneiðar (stökkar)
- Romain salat
- Ólífuolía
- Salt, sítrónupipar og hvítlauksduft
- Hellmann‘s Caesar salad dressing (Caesar with Smoked Garlic)
Aðferð:
- Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið til með salti, sítrónupipar og hvítlauksdufti.
- Smyrjið naan brauðin með ólífuolíu og setjið kjúklingabita, rifinn ost og rifinn parmesan ost yfir og bakið við 200°C í um 5-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
- Saxið romain salat niður, myljið beikon saman við og setjið vel af Caesar salat dressingu yfir og hristið allt saman.
- Setjið vel af salati yfir hvort naan brauð ásamt því að rífa parmesan ost yfir allt og ekki er verra að toppa með meira af dressingu í lokin.
Pizzurnar voru báðar mjög góðar og skemmtileg tilbreyting en við vorum sammála um að sú tælenska væri meira djúsí. Það er því mikilvægt að hafa nóg af Caesar dressingu á hinni þegar þið útbúið hana.