Mörg okkar sitja meira yfir daginn en áður fyrr. En ekki örvænta og skamma sjálfa þig ef þú kemst ekki í ræktina því við getum hreyft okkur og talið mörg skref eftir daginn á afar einfaldan hátt.
Labbaðu eins mikið og þú getur – leggðu bílnum eins langt frá innganginum og taktu alltaf lengri leiðina að salerninu í vinnunni eða mötuneytinu.
Stilltu símann á hringingu á hálftíma fresti – stattu upp og teygðu úr þér, gakktu jafnvel einn stuttan hring í kringum vinnustöðina þína áður en þú sest niður aftur. Skolaðu eplið sem þú tókst með þér eða gæddu þér á banana.
Stattu upp og gakktu um á meðan þú talar í símann.
Veldu prentara á skrifstofunni, ruslafötu eða kaffivél sem er hvað lengst frá skrifborðinu þínu.
Ekki senda tölvupóst til vinnufélaganna – stattu frekar upp og talaðu um það sem þú ætlaðir annars að skrifa.
Taktu fund á meðan þú gengur um, sérstaklega ef um tveggja manna fund er að ræða.
Taktu tröppurnar í staðinn fyrir lyftuna eða rúllustigann. Púlsinn mun fara upp á við og þú notar stóru vöðvana þína í lærum og rassi.
Stattu í strætó í stað þess að setjast niður. Sérstaklega ef þú situr allan daginn.
Stattu upp frá sófanum í hvert skipti sem það koma auglýsingar eða á milli sjónvarpsþátta. Brjóttu saman föt á meðan, tæmdu uppþvottavélina eða smyrðu nesti fyrir morgundaginn.
Gerðu léttar æfingar heima fyrir – sveiflaðu höndunum þegar þú gengur á milli rýma, eða gerðu armbeygjur á eldhúsborðinu á meðan vatnið í pottinum er að ná suðu.