Humarsúpur eru eitt það allra besta og vandaðasta sem hægt er að bjóða upp á. Hún er bæði fullkominn forréttur í vönduðu matarboði auk þess sem hún er dásamlegur aðalréttur í aðeins meira hversdagslegu matarboði.
Alla vega er galdurinn að vera með réttu uppskriftina og hér er ein algjörlega stórkostleg frá Lindu Ben.
Skerið allt grænmetið niður fyrir utan hvítlaukinn, setjið olíu í stóran pott og steikið grænmetið á meðalhita þar til það er farið að mýkjast. Skerið þá niður hvítlaukinn og bætið honum út á ásamt karrý og tómatmauki. Bætið vatninu, kókosmjólkinni og hvítvíninu í pottinn og maukið grænmetið saman við með töfrasprota. Látið sjóða.
Þegar súpan hefur soðið saman rólega í u.þ.b. 5 mín. bætið þá kraftinum saman við og haldið áfram að sjóða í nokkrar mín.
Bætið því næst út í rjómanum og hitið að suðu. Setjið humarinn út í súpuna, passið að láta súpuna ekki sjóða eftir að humarinn hefur verið settur út í. Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með þeyttum rjóma og ferskri steinselju.