Það kannast allir við einhver kennileiti í hverjum smábæ eða stórborg - Litla hafmeyjan í Köben og Effelturninn í París. Í Ohio eru hlutirnir að fara breytast, en hin þekkta nestiskarfa „Longaberger“ er að fara breytast í lúxushótel.
Byggingin voru eitt sinn höfuðstöðvar körfufyrirtækisins Longaberger og laðar að sér fjöldan allan af ferðamönnum daglega sem taka myndir af hýsinu. En nú hefur breyting orðið á því tilkynnt var í vikunni að lúxus hótel muni opna í byggingunni á næsta ári.
Coon Restoration & Sealants keyptu bygginguna á 1,2 milljónir bandaríkjadala árið 2017 en það mun kosta um 30 milljón dollara að standsetja hana í hótel. Það er þó ekki mikið vitað um hótelið sem slíkt nema að þar verði 150 herbergi, veitingastaður og innisundlaug. Það mun klárlega vera þörf á fleiri baðherbergjum þar sem húsið var áður skrifstofubygging og því alls ekki hönnuð með hótel í huga.
Byggingin mun halda útliti sínu áfram sem karfa, enda algjört aðdráttarafl nú þegar á heimsvísu.