Það er mikilvægt að vera með þessi atriði á hreinu til að skemma ekki góða flösku af víni. Því mörg okkar hugsum lítið út í hvar og hvernig við geymum vinflöskurnar okkar.
Rétt hitastig
Hið fullkomna hitastig er 12-16°. Ef þú geymir vín við hærra hitastig eru líkur á að það þróist hraðar, öfugt við það sem gerist í lægra hitastigi.
Rakastig
Mikill raki er hagstætt fyrir víngeymslu – þá helst um 65-75 prósent. Ef það verður of þurrt í rýminu, er hætta á að tappinn þorni sem getur leitt til þess að súrefni nái inn í flöskuna og brjóti niður vínið. Þar fyrir utan geta merkimiðarnir orðnir ljótir í of miklum raka.
Loftræstin
Það er mjög gott að hafa loftræstingu þar sem þú geymir vínið þitt, því það er best fyrir alla á heimilinu ef út í það er farið. Vínið sjálft skemmist þó ekki við hátt rakastig.
Sólarljós
Það þykir best að geyma vínflöskur í dimmu umhverfi. En ef þú lætur þær standa sem stofustáss, passaðu þá bara að þær standi ekki undir mesta sólarljósinu sem fellur inn í húsið.
Hristingur
Þú skalt reyna forðast það að hrista flöskurnar of mikið þar sem það getur haft neikvæð áhrif á vínið. Best er að geyma flöskur á hlið.