Fimm góð ráð við hálsbólgu

Ertu búin/n að næla þér í hálsbólgu og kvef?
Ertu búin/n að næla þér í hálsbólgu og kvef? mbl.is/Getty Images

Hálsbólgu og kvef má finna á öðru hverju heimili í bænum. Það er hvimleitt að hafa erting í hálsinum sem við losnum ekkert við – eða hvað?

Kaffi með hunangi
Við heyrum yfirleitt talað um að drekka te með hunangi til að losna við hálsbólgu. En það er í raun mun áhrifaríkara að setja hunangið í kaffibollann. Ef þú drekkur einn kaffibolla á átta tíma fresti með hunangi út í muntu finna hvernig það hjálpar til við ertinguna í hálsinum, jafnvel í heila viku ef þess þarf.

Hvítlaukur og sykursíróp
Þetta er langt í frá það girnilegasta en ef það hjálpar hjálpar það. Heimagerð útgáfa af hóstasafti sem er mjög áhrifarík. Það eina sem til þarf er vel marið hvítlauksrif sem þú blandar saman við sykur og hunang.

Bone broth
Bone broth er þekkt í paleo-mataræðis-heiminum, og það ekki að ástæðulausu. Fyrst og fremst getur það hjálpað við hálsbólgu og ertingu í hálsi þar sem þú neytir þess heits. Fyrir utan að það er stútfullt af vítamínum.

Brjóstsykur
Þú hleypur eflaust strax út í búð þegar þú finnur hálsbólguna koma og kaupir fínustu hálsbrjóstsykrana – en það er algjör óþarfi. Þú getur í raun sogið hvaða brjóstsykur sem er og áhrifin eru þau sömu, að losa ertinguna í hálsinum. En mundu að þetta er bara tímabundin lausn. Áður en maður veit af hefur maður klárað pokann sem getur jafnvel verið vont fyrir hálsinn okkar.

Te með marshmallow
Við erum ekki að tala um að drekka te með sykurpúðum (marshmallow) í þessu tilviki, heldur te með lækningajurtinni althaea sem oft er nefnd marshmallow. Að drekka te með þessari undraverðu og fallegu plöntu mun bæta allt í veikindunum.

mbl.is/hellofreshgo.de
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert