Drottningin loksins búin að opna sína eigin síðu

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Samfélagsmiðladrottningin og mögulega ein skemmtilegasta kona heims, Chrissy Teigen, hefur loksins opnað sína eigin vefsíðu. Þetta eru miklar gleðifregnir fyrir aðdáendur hennar sem og matgæðinga um heim allan því konan kann svo sannarlega að elda. 

Síðan er bæði sneisafull af girnilegum upplýsingum og myndum af Chrissy sjálfri ásamt fjölskyldu sinni en á síðunni opnar hún dyrnar að lífi sínu sem er oft í meira lagi fjörugt. 

Sannur hvalreki fyrir matgæðinga en hægt er að nálgast síðuna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert