Það þurfti tvær manneskjur til að leggja risa pylsu á matarborðið áður en hin fagra og magra Kate Ovens renndi henni niður á mettíma.
Hún er 25 ára gömul og er þekkt fyrir að taka hvaða áskorun sem býðst þegar kemur að því að borða mat – og hún lét þessa ekki framhjá sér fara. Kate Ovens er með 170 þúsund fylgjendur á Facebook og fær um milljón áhorf á át-áskoranirnar sínar. Kate borðaði lengstu pulsu Bretlands sem mældist um 92 cm og vegur tæp 3 kíló.
Sérstök sósa var útbúin úr svína- og nautakjöti og fylgdi með pulsunni, sem var toppuð með osti ásamt fjórum gerðum af beikoni – beikon sultu, beikon majónesi, reyktri panetta og stökkum beikon flögum.
Þessi gerð af pulsu kallast BFD og kostar um 45 pund og inniheldur 5.000 hitaeiningar sem er tvöfalt meira en ráðlagt er fyrir fullorðinn mann. Pulsan er það stór að hún er hugsuð fyrir 4 til að deila, en Kate borðaði þessa alein.
Þetta er eitt það mesta sem hún hefur borðað í áskorun og sagði í viðtali að yfirleitt þegar hún er hálfnuð með að borða þá hugsi hún með sér hvort hún nái að klára, en það gerði hún ekki í þessu tilviki þar sem pulsan var svo rosalega góð.