Starfsmaður McDonalds setti Twitter á hliðina

Starfsmaður McDonalds viðurkennir á Twitter að hafa sett einn auka …
Starfsmaður McDonalds viðurkennir á Twitter að hafa sett einn auka nuggets með hverri pöntun í tvö og hálft ár. mbl.is/Colourbox

Cody Bondarchuk starfaði í tvö og hálft ár hjá McDonalds og setti Twitter á hliðina er hann tísti um hegðun sína á hamborgarastaðnum þekkta.

Hann viðurkenndi að hafa alltaf sett einn auka nuggets með hverjum keyptum skammti á McDonalds, og þá allan tímann sem hann starfaði hjá þeim. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa með næstum 1 milljón like-a og óteljandi athugasemda.

Fólk allsstaðar að skrifaði athugasemdir undir færsluna þar sem einn segir Cody vera hversdagshetju sem gleðji aðra með því litla, á meðan annar spurði hvort Cody starfaði nokkuð í banka í dag og þá í hvaða banka, svona rétt ef hann væri að dreifa auka seðlum til þeirra sem taka út pening. Einhver skaut því inn að það væru ekki allar ofurhetjur með skikkju því sumar væru einfaldlega með nafnspjöld  á skyrtunni.

Cody sagðist vona að einhverjir hafi tekið eftir því að hann laumaði einni auka nuggets í pokann þeirra, en hann starfaði aðallega í bílalúgunni á staðnum. Hann sagðist einnig hafa reiknað dæmið út og að hann skuldi McDonalds um 1.600 dollara eða í kringum 200 þúsund krónur fyrir atvikin.

mbl.is/McDonalds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert