Ertu sjúk/ur í sykur?

Áttu erfitt með að standast freistingarnar þegar kemur að sætum …
Áttu erfitt með að standast freistingarnar þegar kemur að sætum kökum og öðru gúmmelaði? mbl.is/Colourbox

Það getur reynst erfitt að slá hendinni á móti kökusneið eða öðrum fitandi freistingum þegar sykurpúkinn tekur við stjórninni og við getum ekki haldið aftur af okkur.

Að borða eitthvað sætt eða fitandi sendir ákveðin skilaboð til heilans sem meðtekur sælutilfinningu og fyllir líkamann af gleði. Og þig langar alltaf í meira og meira.

Skiptu sætindunum út með...

  • Handfylli af möndlum, því hér færðu góðar fitusýrur, E-vítamín og trefjar.
  • 20 g af dökku súkkulaði með að minnsta kosti 50% kakó.
  • 15 g af hnetum, því hnetur metta magann og innihalda prótein, vítamín, steinefni og heilbrigðar fitusýrur.
  • 1 grófri hrökkbrauð með einni ostsneið. Þegar þú borðar hrökkbrauð með osti færðu heilhveiti, prótein og kalk í staðinn fyrir eintómar kalóríur og sykur.

Nú, ef þú ert dottinn í jólagírinn og það er ekkert fram undan nema hlaðborð og smákökur, þá er best að geyma þetta ráð bak við eyrað fram í janúar.

Þessi stenst ekki góða sykurbombu.
Þessi stenst ekki góða sykurbombu. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert