Til þessa hefur bökunarpappír verið ómissandi í skápunum til að grípa í við bakstur og matargerð. En spekúlantar vilja meina að hann sé alls ekki góður fyrir okkur!
Bökunarpappír er venjulega húðaður með flúrefni eða kísil til að gera pappírinn „feitan“ og vatnsþolinn. Þannig brennur maturinn ekki á pappírnum eins og hann gerir á bökunarplötunni einni saman. En efnin í pappírnum flytjast auðveldlega yfir í matinn þinn þegar pappírinn hitnar.
Flúruð efni geta verið vandamál þar sem þau safnast upp í líffærum eins og nýrum og lifur. Rætt hefur verið um að flúrefni séu krabbameinsvaldandi, lækki sæðisgæði karla og geti aukið hættu á fósturláti. Þar fyrir utan er bökunarpappír ekki sá besti fyrir umhverfið. Já, listinn er langur yfir ástæður þess að við ættum að hætta að nota pappírinn.
Aðrir hlutir sem innihalda flúrefni:
Svona getur þú forðast flúrefni: