Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Hér gef­ur að líta hinn full­komna pasta­rétt á degi sem þess­um. Ein­fald­ur og ein­stak­lega bragðgóður enda er hann úr smiðju hinn­ar einu sönnu Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur á GRGS.is en eins og alþjóð ætti að vita þá var að koma út bók frá henni með öll­um vin­sæl­ustu og bestu upp­skrift­un­um henn­ar.

Pasta með bei­koni, döðlum og vín­berj­um

Vista Prenta

Pasta með bei­koni, döðlum og vín­berj­um

Fyr­ir 4
  • 400 g spa­gettí
  • 1½ kjúk­linga­ten­ing­ur
  • 2 dl vatn
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 2 dl mat­reiðslur­jómi
  • pip­ar
  • 2 msk. stein­selja
  • 2 tsk. óreg­anó
  • 150 g bei­kon, smátt skorið
  • 120 g svepp­ir, saxaðir
  • 4 hvít­lauksrif, söxuð
  • 100 g val­hnet­ur, skorn­ar í tvennt
  • 300 g rauð vín­ber, skor­in í tvennt
  • 180 g döðlur, stein­laus­ar, saxaðar

Sjóðið pastað. Hitið 2 dl af vatni í potti og setjið kjúk­linga­ten­inga út í. Bætið rjóma­osti og rjóma sam­an við; hitið að suðu. Kryddið með pip­ar, stein­selju og óreg­anó. Setjið til hliðar. Steikið bei­kon á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og látið sveppi og hvít­lauk sam­an við.

Hellið rjóma­ostasós­unni út á pönn­una ásamt val­hnet­un­um. Látið malla í um 5 mín­út­ur.

Bætið vín­berj­um og döðlum sam­an við sós­una. Hellið sós­unni yfir pastað. Piprið ríf­lega, berið fram og njótið vel!

Nýja bókin hennar Berglindar.
Nýja bók­in henn­ar Berg­lind­ar. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Berglind Guðmundsdóttir.
Berg­lind Guðmunds­dótt­ir. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert