Í 56. skiptið fær Royal Copenhagen til sín sérvalið lið af fólki úr ýmsum áttum til að hanna fyrir sig hátíðarborð fyrir jólin – og þetta er útkoman.
Þemað í ár var „hafið“ – en það hefur beintengingu í nýja matarstellið sem fyrirtækið sendi frá sér í byrjun árs og kallast HAV. En í ár voru t.d. gullsmiður, hárgreiðslukona og brimbrettamaður sem sáu um að dekka borðin, þá öll eftir sínu höfði.
Það má skoða borðin í verslun Royal Copenhagen á Amagertorv 6, allt fram til 31. desember.
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
Emilie Helmstedt hannaði þetta svakalega jólaborð þar sem hún sækir innblástur sinn í kóralinn. Skreytingin dáleiðir mann nánast frá toppi til táar.
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
Veitingahúsaeigendurnir Louise og Kenneth Toft-Hansen settu saman matarborð sem rúmar 22 manns í sæti. Hördúkur er á borðinu og stellið er frá Royal Copenhagen sem fellur vel inn í mosann og grenið sem skreytir borðið.
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
Það er atvinnumaður á brimbretti sem sýnir heldur betur öðruvísi stemningu á jólaborðinu í ár. Í skottinu á bílnum má finna allt sem til þarf til að halda góða veislu og jólaserían setur punktinn yfir i-ið.
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen
Gullsmiðurinn Rebecca Elbek rekur sitt eigið verkstæði í Kaupmannahöfn. Hér notast hún við bláan og gylltan lit á borðinu sínu sem kemur stórkostlega út og í takt við þemað í ár. Takið eftir sandinum sem liggur ofan á borðplötunni.
mbl.is/© Jeppe Bjørn for Royal Copenhagen