Jólakokteillinn sem er að gera allt vitlaust

Gleðileg Aperol-jól!
Gleðileg Aperol-jól! mbl.is/Howsweeteats.com

Svalandi kokteill sem við sötrum á á sumrin er hér í jólabúningi sem glögg – alls ekki síðri en sá sem við þekkjum svo vel. Þetta er fullkomið í næsta jólagleðskap með vinahópnum á aðventunni.

Skál í Aperol-glögg

  • 3 hlutar þurrt hvítvín
  • 1 hluti Aperol
  • 2 hlutar eplasafi
  • 3 msk. appelsínusíróp (má setja appelsínusafa + börk)
  • 1 appelsína eða epli

Aðferð:

  1. Hitið öll hráefnin saman í potti við vægan hita, passið að ekki byrji að sjóða.
  2. Hellið glöggi í glös sem þola smá hita.
  3. Skreytið með appelsínu eða þunnum eplaskífum og berið fram með skeið eða röri.
Hversu fallegur jólakokteill frá Aperol.
Hversu fallegur jólakokteill frá Aperol. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert