Ást íslensku þjóðarinnar á Mexíkósúpum er annáluð enda hefur samnefnd súpa Evu Laufeyjar verið vinsælasta uppskrift Matarvefjarins nokkur ár í röð.
Hér er það stórskyttan Berglind Guðmunds á GRGS.is sem reiðir fram sína útgáfu sem er sögð algjörlega stórkostleg. Það þarf enginn að vera hissa á því enda Berglind flinkari en flestir í eldhúsinu.
Mexíkósúpan sem sögð er stórkostleg
MEÐLÆTI
LEIÐBEININGAR
1. Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk.
2. Skerið grænmetið smátt.
3. Hitið olíu í stórum potti ásamt karrý. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið.
4. Látið chilí-sósuna, rjómaostinn, rjóma, krydd og kjúklingakraft út í pottinn og vatni. Látið malla í 15 mínútur.
5. Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi.