Svona skreytir þú með greni fyrir jólin

Það má skreyta á marga vegu með greni fyrir jólin.
Það má skreyta á marga vegu með greni fyrir jólin. mbl.is/Getty Images

Klipptu greni í næsta göngutúr eða keyptu búnt í blómabúðinni – og skreyttu heima fyrir á einfaldan en smart máta. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar hugmyndir að því hvernig greni getur orðið fínasta jólaskraut á ýmsa vegu.

Klippið niður grenið og fjarlægið neðstu stilkana á greininni. Takið …
Klippið niður grenið og fjarlægið neðstu stilkana á greininni. Takið snæri og bindið neðst á grenið og passið að það sé gott bil á milli allra til að það lofti aðeins um. Einfalt og stílhreint á alla vegu. mbl.is/Pinterest
Sagaðu niður spítur í mismunandi lengdum og límdu á þær …
Sagaðu niður spítur í mismunandi lengdum og límdu á þær greni. Hengdu spíturnar upp í stærðarröð og þú ert kominn með fínasta jólatré á vegginn. mbl.is/Pinterest
Endurnýttu flöskur með því að skreyta þær með greni og …
Endurnýttu flöskur með því að skreyta þær með greni og settu kerti í stútinn – þá ertu kominn með þessa fínu aðventuskreytingu. mbl.is/Pinterest
Greni inn í glærar jólakúlur, en slíkar færðu í næstu …
Greni inn í glærar jólakúlur, en slíkar færðu í næstu föndurverslun. Bættu smá glimmeri saman við og þú ert sannarlega tilbúinn í desember eins og hann leggur sig. mbl.is/Pinterest
Greni sem borðskraut fellur aldrei úr gildi.
Greni sem borðskraut fellur aldrei úr gildi. mbl.is/Pinterest
Hringir skreyttir greni og litlum pökkum fyrir yngstu kynslóðina á …
Hringir skreyttir greni og litlum pökkum fyrir yngstu kynslóðina á heimilinu slær alltaf í gegn. mbl.is/Pinterest
Prófaðu að binda saman nokkur greni í stjörnur og hengdu …
Prófaðu að binda saman nokkur greni í stjörnur og hengdu í glugga – einfalt en fallegt jólaskraut. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert