Nú getur þú fengið jólin heim að dyrum

Ljósmynd/Veislulist

Þegar veislutíðin stendur sem hæst er gott að eiga hauk í horni sem getur bjargað málunum á meistaralegan hátt. Veisluþjónustan Veislulist er mögulega elsta veisluþjónusta landsins og hefur verið rekið af sömu aðilunum frá stofnun. Fyrirtækið fagnar 45 ára afmæli á næsta ári og geri aðrir betur.

Fyrirtækið er eins hafnfirskt og hugsast getur en það voru þau Birgir Pálsson matreiðslumeistari og Eygló Sigurliðadóttir sem stofnuðu fyrirtækið, en synir þeirra, þeir Birgir Arnar matreiðslumeistari, Sigurpáll Örn matreiðslumaður og Ómar Már rekstrarfræðingur, hafa tekið við rekstrinum hin seinni ár og sjá núna um allan rekstur.

Veislulist býður upp á allar gerðir veislna og eru jólahlaðborðin vinsælust þessa dagana. Hægt er að fá mismunandi samsetningar á veitingum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Töluvert er að aukast að fólk panti veislur í heimahús og jafnvel að fólk fái sjálfan jólamatinn sendan heim.

Og hvers vegna ekki? Slíkar lausnir geta jafvel verið mun hagkvæmari en að kaupa allt inn og því getur verið bæði um tíma- og peningasparnað að ræða.

Við erum að minnsta kosti miklir stuðningsmenn þess hér á matarvefnum að fólk reyni að einfalda líf sitt eins og kostur er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert