Það eru hefðir í kringum jólin alls staðar í heiminum. Það er óhætt að segja að Íslendingar sötri malt og appelsín hressilega um jólin og að það sé ákveðin hefð fyrir því hér á landi – en hvernig eru hefðirnar í öðrum löndum?
Sangria
Í dóminíska lýðveldinu er sangria vinsæll drykkur – oftast blanda af rauðvíni og alls kyns ávöxtum sem gefa bæði lit og bragð.
Candy Cane-kokteill
Þessi drykkur er ekki með nein mörk – fyrir utan candy cane eða jólastafi sem notast sem skraut. Þú getur valið þér drykk að eigin vali og stungið svo brjóstsykursstafnum ofan í.
Bloody Mary
Hér erum við að tala um vodka, tómatsafa, sítrónusafa, salt, worcestershiresósu, tabasco og pipar í einni blöndu. Á nokkrum stöðum í Evrópu er þetta jóladrykkur – til dæmis í Englandi.
Eggjapúns
Sannkallaður jóladrykkur Ameríkanans – einnig vinsæll í Kanada og Bretlandi. Blanda af mjólk, eggi, sykri og múskati. Einnig með smáveigis af brandíi eða rommi út í.
Glühwein
Jóladrykkur í Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Austurríki og Tékklandi. Er yfirleitt borinn fram í nóvember og desember – inniheldur mismunandi kryddtegundir og berist fram heitur.
Glögg
Danir og Norðmenn eru þekktir fyrir glögg sem oftar en ekki er drukkið eftir máltíð til að hjálpa til við meltinguna.
Heitt súkkulaði
Ekki innihalda allar jólahefðir áfengi, því í Perú er hefðin sú að sötra heitt súkkulaði.