Vilhjálmur reyndi að heilla Kate Middleton með pastasósu

Prins William lagði mikið á sig til að heilla Kate …
Prins William lagði mikið á sig til að heilla Kate upp úr skónum er þau voru að kynnast. Reyndi meira segja fyrir sér í eldhúsinu sem er ekki hans sterkasta hlið. mbl.is/BBC/Shine TV/Matt Porteous

Kate Middleton sagði í viðtali nú á dögunum að eiginmaður hennar, Vilhjálmur, hafi ítrekað reynt að heilla hana upp úr skónum með mat, og þar á meðal pastasósu.

Kate og Vilhjálmur voru stödd í viðtalsþættinum A Berry Royal Christmas er Kate tjáði sig um málið. En þau hjónakornin stunduðu nám í sama skóla hér áður fyrr, the University of St Andrews í Skotlandi, þar sem Vilhjálmur stóð gjarnan vaktina í eldhúsinu og var pastasósa eitt af hans sérgreinum.

Aðspurð sagði Kate að hún sæi mest megnis um að elda á heimili þeirra hjóna í dag, en William væri mjög góður í að gera frábæra morgunverði. Vilhjálmur skaut því þá inn í samtalið að hann væri einstaklega góður í að hella upp á te en eldamennska væri ekki hans fag.

Hertogaynjan játaði þó að vera mjög klaufaleg þegar kæmi að því að þjóna til borðs, en hún hafi starfað sem þjónustustúlka á meðan hún var í háskóla. Eins ætlaði hún eitt sinn að búa til áfengislausan jólakokteil á The Brink, fyrsta áfengislausa barnum í Bretlandi þar sem hún stóð vaktina í góðgerðastarfi. Og þegar hún hristi upp í trönuberjunum í drykknum, þá hefði verið betra að festa lokið á hristaranum áður.

Berry Royal Christmas þátturinn gefur innsýn í þau góðgerðafélög sem …
Berry Royal Christmas þátturinn gefur innsýn í þau góðgerðafélög sem hertoginn og hertogaynjan styðja, en sjálboðaliðar sitja einnig fyrir svörum í léttu spjalli. mbl.is/BBC/Shine TV/Matt Porteous
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert