Ertu á leiðinni í frí yfir jólin, eða jafnvel bara upp í sumarbústað yfir hátiðarnar? Þá er þetta trix að tröllríða öllu á netheimunum í dag. Að setja krónu inn í frysti!
Það er ekkert meira svekkjandi en að koma heim eftir gott frí og finna frystinn í „annarlegu“ ástandi eftir að rafmagnið hefur farið af. En ef þú skellir þér í frí, þá skaltu gera þetta hér.
Náðu þér í bolla eða skál og settu smá vatn í hann og inn í frysti. Þegar vatnið hefur náð að frysta skaltu leggja krónu ofan á og aftur inn í frysti. En þessu húsráði deildi Sheila Russell á Facebook síðu sinni sem hefur verið deilt nærri 400.000 sinnum.
Og þegar þú kemur heim úr fríinu og þú finnur krónuna á botninum á bollanum hefur rafmagnið farið af og allur maturinn er því ónýtur. Ef að krónan situr ennþá á toppnum eða hefur sokkið smáveigis er í lagi að borða matinn.