Við hugsum alltaf um að salernið sé skítugasti staðurinn í kringum okkur, sem reynist þvi miður ekki alveg rétt. Hér eru nokkrir staðir sem eiga það til að verða virkilega óhreinir og þetta kemur okkur virkilega á óvart. Munum því að hafa hreinlætið í forgrunni og þrífa vel í kringum okkur.
- Kaffibollinn í vinnunni getur verið skítugari en klósettið þitt. Sérstaklega ef gamall svampur eða bursti er notaður til að vaska upp. Þið getið rétt ímyndað ykkur bakteríurnar sem leika sér í bollanum eftir slíkan þvott.
- Ljósabekkir eru ekki hreinasti staðurinn í borginni. Stafíló bakteríur og jafnvel herpes getur grasserað á bekknum fyrir utan að útfjólubláu geislarnir eru ekki góðir fyrir húðina.
- Leikvellir hafa oftar en ekki verið teknir í „tékk“ – og þá bæði innan- og utandyra. Þar hefur fundist slím, hráka og hland sem eflaust er martröð allra foreldra.
- Fólk borðar oftar en ekki við tölvuna í vinnunni, en það hefur fundist fimm sinnum meira af bakteríum á lyklaborðinu en á klósettsæti.
- Við þrífum aldrei mikilvægustu kortin í lífi okkar – greiðslukortin! En þau ferðast inn í ýmsa hraðbanka og eru meðhöndluð daglega í allskyns aðstæðum.
- Samkvæmt rannsókn sem gerð var á ísmolum sem fengust á veitingahúsum í Bandaríkjunum, voru allt að 70% þeirra skítugri en klósettvatnið sem er ógeðslegt. Við þurfum vonandi ekki að díla við slíkt hér á landi.
- Botninn á handtöskunni þinni er skítugri en þig grunar að utan sem innan með allt dótið, símann, peningana og annað dótarí sem liggur þar ofan í daglega. Og botninn sjálfur að utanverðu hefur snert mörg gólfin og aðra staði – svo hugsið út í það næst þegar þið leggið töskuna frá ykkur upp á borð.
- Skurðarbretti geta innihaldið allt að 200 sinnum fleiri bakteríur en salernið. Því skulum við hafa í huga að þrífa þau eins vel og hægt er eftir hverja notkun.
- Fjölnota poka þarf að þvo endrum og sinnum svo þeir endi ekki eins og skítugar nærbuxur. Enda búnir að burðast með allskyns matvæli og annað eins á milli staða.
- Bíósæti eru ekki hreinustu staðirnir í bænum, enda margir rassar sem hafa snert þau sætin og fyrir utan allt gumsið sem hefur fallið niður á þau.
- Aðrir hlutir sem innihalda haug af bakteríum eru innkaupavagnar, matseðlar á veitingahúsum, eldhússvampar, teppi, salerni í flugvélum, gosvélar, fjarstýringar, handföng og bensíndælur. Listinn er langur, en ekki örvænta því þetta er ekki það versta sem getur gerst í lífinu.
Þessu pari leiðist ekki bíóferðin þó að bíósæti innihaldi mikið af bakteríum.
mbl.is/Colourbox