Einstæður faðir gleður dóttur sína með þessari snilld

Andy Penn deyr ekki ráðalaus þegar kemur að því að …
Andy Penn deyr ekki ráðalaus þegar kemur að því að spara aurinn í skyndibitakaupum. mbl.is/Andy Penn/Deadline News

Faðir nokkur var orðinn þreyttur á að eyða dýrmætum fjármunum í uppáhaldsskyndibita dótturinnar. Þó vildi hann gleðja dóttur sína eins og hann gat.

Andy Penn er faðir hinnar sex ára gömlu Chloe sem elskar að fá McDonald's í matinn. Hann byrjaði á því að biðja alltaf um aukapakkningar þegar hann keypti skyndibitann góða fyrir þau feðginin sem hann notar svo síðar heima fyrir. Hann deildi hugmyndinni á Facebook nú á dögunum.

Hann segir að þegar barnið biður um kjúklinganagga og franskar, þá eigi hann til umbúðirnar og hiti einfaldlega nagga og franskar beint úr frystinum heima sem kostar mun minna en á veitingastaðnum sjálfum  fyrir utan að þurfa ekki að fara út úr húsi. Eins segist hann oftar en ekki eiga lítið dót til að láta fylgja með máltíðinni.

Andy er greinilega pabbinn sem fer „all-in“ þegar kemur að því að gleðja dóttur sína, því hún málar hann oft í framan með snyrtivörum og lakkar á honum neglurnar. Og hann segir svona sparnaðarráð vera algjöran bónus hvað matinn varðar, því Chloe hafi fundist heimagert McDonald's frábær hugmynd.

mbl.is/Andy Penn/Deadline News
Eins og sjá má er Chloe alsæl með heimagerðu máltíðina.
Eins og sjá má er Chloe alsæl með heimagerðu máltíðina. mbl.is/Andy Penn/Deadline News
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert