Kennari nokkur notaði brauðsneiðar til að sýna nemendum sínum hversu skítugar tölvurnar þeirra væru, einfaldlega til að vekja á því athygli og sporna við meiri veikindum í bekknum.
Jaralee Annice Metcalf er kennari í Idaho, Bandaríkjunum. Hún vildi árétta við nemendur sína hversu mikilvægt það er að þvo sér vel um hendurnar til að drepa bakteríur og notaði 5 brauðsneiðar í verkið.
Fyrsta brauðsneiðin var ósnert og sett beint í lokaðan poka og merkt „fersk og ósnert“. Brauðsneið númer tvö var snert af hverju barni í bekknum eftir að þau þvoðu sér um hendurnar með vatni og sápu. Á þriðju sneiðinni sem krakkarnir snertu, notuðu allir nemendurnir handsótthreinsi. Sú fjórða snertu allir með óþvegnar hendur og fimmtu brauðsneiðina nuddaði Jaralee á lyklaborðið á tölvununum sem notaðar eru í skólastofunni. Brauðsneiðarnar voru allar merktar og geymdar í 3 vikur í lokuðum pokum.
Tölvurnar eru reglulega þrifnar með hreinsiklútum en það var ekki gert í þessu tilviki til að sýna nemendum hversu mikið af bakteríum safnast þarna fyrir. Þrem vikum seinna mátti sjá sláandi niðurstöður sem fóru ekkert á milli mála, en Jaralee birti myndir af brauðsneiðunum á Facebook til að segja öllum foreldrum að minna börnin sín á að þvo sér vel og vandlega. Og að nota sótthreinsi einan og sér sé alls ekki nóg.