Hækka leyfilegan aldur á sölu tóbaks

Bandaríkjamenn hafa hækkað aldurinn upp í 21 árs við kaup …
Bandaríkjamenn hafa hækkað aldurinn upp í 21 árs við kaup á sígarettum og rafrettum. mbl.is/Colourbox

Nýjar reglur í Bandaríkjunum hafa verið samþykktar varðandi aldur á sölu tóbaks – aldurstakmarkið hefur verið hækkað upp í 21 árs samkvæmt bandarískju matvæla- og lyfjastofnuninni (FDA) en það hefur verið 18 ára eins og tíðkast hér á landi.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, skrifaði undir þessi nýju lög í síðustu viku. Og um helgina tilkynnti FDA á heimasíðu sinni að það væri nú ólöglegt að selja hverskyns vörur sem innihalda tóbak til þeirra sem eru yngri en 21 árs – og þar á meðal rafrettur. En Trump tvítaði meðal annars um nýju reglurnar sem eitt af stóru málunum sem hann var að taka fyrir þá vikuna en hann sagði einnig í viðtali fyrir framan Hvíta húsið í nóvember að börnin væru það mikilvægasta í lífinu og við þyrftum að huga að þeirra velferð – og þá hækka aldur varðandi kaup og sölu á tóbaki.

mbl.is/Twitter
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert