Konu bjargað á McDonald's

Það voru vökulir starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's sem komu konu til …
Það voru vökulir starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's sem komu konu til bjargar nú á dögunum. mbl.is/Colourbox

Starfs­menn McDon­ald's í Kali­forn­íu komu konu til bjarg­ar á jóla­dag, en kon­an var í haldi glæpa­manns er hún kallaði eft­ir hjálp.

Þegar kon­an kom gang­andi að af­greiðslu­borðinu á staðnum bjóst starfsmaður skyndi­bitastaðar­ins ekki við öðru en að hún væri að fara að panta sér máltíð af mat­seðli. Í staðinn bað hún um að hringt yrði í neyðarlín­una, hún gaf starfs­mann­in­um upp núm­era­plöt­una sína og bað hann um að fela sig. Í ljós kom að hún var þar á ferð með manni sem ít­rekað hef­ur beitt hana of­beldi og hafði þenn­an dag hótað henni öllu illu með skot­vopni.

Kon­an notaði sal­ernið á veit­ingastaðnum og reyndi að kom­ast aft­ur að kass­a­starfs­mann­in­um til að panta sér mat en maður­inn greip þá í kon­una og sagðist fara með hana í bíla­l­úg­una.

Í bíla­l­úg­unni reyndi kon­an að segja „hjálpið mér“ með vör­un­um þannig að starfsmaður­inn tæki eft­ir. En hjálp­in var á leiðinni, þökk sé vök­ulu starfs­fólki staðar­ins.

Maður­inn, sem ber nafnið Edu­ar­do Valenzu­ela, var hand­tek­inn stuttu seinna og fund­ust stol­in skot­vopn í bíln­um. Hann stend­ur nú frammi fyr­ir fjór­um ákær­um og sekt sem hljóðar upp á 360.000 doll­ara. 

Lögreglumennirnir sem handtóku ofbeldismanninn ásamt starfsfólki McDonald's.
Lög­reglu­menn­irn­ir sem hand­tóku of­beld­is­mann­inn ásamt starfs­fólki McDon­ald's. mbl.is/​CNN.com
Eduardo Valenzuela hafði ítrekað beitt konuna ofbeldi og var með …
Edu­ar­do Valenzu­ela hafði ít­rekað beitt kon­una of­beldi og var með hana í haldi gegn vilja henn­ar. mbl.is/​CNN.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert