Reykjavik Letterpress áramótaservíetturnar slá í gegn

Algjörlega ómissandi á áramótaborðið - servíettur og miðar þar sem …
Algjörlega ómissandi á áramótaborðið - servíettur og miðar þar sem hver og einn gestur gerir upp sitt ár. mbl.is/Reykjavík Letterpress

Stelp­urn­ar hjá Reykja­vík Letter­press eru eng­um lík­ar – enda sann­kallaðir snill­ing­ar á sínu sviði. Ef ein­hver á eft­ir að kaupa sér serví­ett­ur fyr­ir gaml­árs­kvöld þá eru það þess­ar hér.

Ára­mótaserví­ett­urn­ar frá Letter­press eru ómiss­andi við mat­ar­borðið en þeim fylgja miðar þar sem hver og einn gest­ur ger­ir upp árið. Hér er tæki­færi til að fara yfir hvað hef­ur gerst á ár­inu, hvað var gott og hvað má bet­ur fara – og setja sér mark­mið fyr­ir kom­andi ár.

Letter­press býður einnig upp á merkimiða af ýms­um toga ásamt ann­ars kon­ar serví­ett­um með áletr­un­inni „skál“ – en það er akkúrat það sem við mun­um gera þetta stærsta kvöld árs­ins. Vör­urn­ar eru til sölu í Hag­kaup, Kokku og Epal svo eitt­hvað sé nefnt.

Við styðjum ís­lenska hönn­un í öll mál.

Servíettur, merkimiðar og spjöld frá snillingunum hjá Reykjavík Letterpress.
Serví­ett­ur, merkimiðar og spjöld frá snill­ing­un­um hjá Reykja­vík Letter­press. mbl.is/​Reykja­vík Letter­press
mbl.is/​Reykja­vík Letter­press
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert