Ógleymanleg píta með humri

Ein sú allra allra besta sem þú hefur lengi gætt …
Ein sú allra allra besta sem þú hefur lengi gætt þér á. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það er eitthvað stórkostlegt sem gerist þegar humar, beikon og yndisaukandi sósa mætast í ekkert venjulegri pítu. Hildur Rut á allan heiðurinn af þessari uppskrift, en innblástur í réttinn sótti hún í samloku sem eitt sinn fékkst á Rabbarbarnum meðan hann var og hét.

Ógleymanleg píta með humri (fyrir 3-4)

  • Pítubrauð frá Hatting
  • 500 g skelflettur humar, frosinn 
  • 2-3 msk fersk steinselja, söxuð 
  • 2 lítil hvítlauksrif, pressuð 
  • 1 msk. ferskur sítrónusafi 
  • 1-2 msk. ólífuolía 
  • salt og pipar
  • smjör til steikingar 
  • 8-12 sneiðar af beikoni (eftir smekk) 
  • kokteiltómatar, skornir í sneiðar 
  • klettasalat 

Basilsósa:

  • 2-3 dl fersk basilíka
  • 4 msk. majónes, ég notaði frá Hellmann
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • 1 msk. hunang
  • 1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Veltið humrinum upp úr steinselju, hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu, salti og pipar.
  2. Bakið beikonið í 8-10 mínútur við 200°C eða þar til það er orðið vel stökkt.
  3. Á meðan beikonið er að bakast steikið þið humarinn upp úr smjöri, tekur örfáar mínútur.
  4. Hitið Hatting-pítubrauðið í ofninum eða í brauðristinni.
  5. Útbúið basilsósuna. Ég blanda öllu saman með töfrasprota en það er ekkert mál að saxa basilíkuna smátt og blanda öllu saman með skeið.
  6. Fyllið pítubrauðið með sósu, klettasalati, tómötum, beikonsneiðum og humri eftir smekk.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka