Við íslendingar drekkum nóg af kaffinu, en kaffi hefur færst úr því að vera „hversdagshlutur“ yfir í að vera lúxusvara þar sem við vandlega veljum baunir og græjur til að útbúa rétta bollann.
Opinn poki
Heilar kaffibaunir í opnum poka byrja strax á fyrsta degi að missa bragðeiginleika sína. Og eftir 10-14 daga í opnum poka verða baunirnar eins og gamlar á bragðið.
En þumalfingursreglan er sú að best sé að hugsa um kaffibaunirnar eins og brauð. Haltu þeim frá sólarljósi, geymdu þær á köldum en þurrum stað, og ekki setja þær inn í ísskáp. Sumir kaffipokar eru með svokallaðri loku sem lokar pokanum og heldur því öllu lofti frá pokanum – en þannig haldast kaffibaunirnar best. Eins er hægt að nota klemmur á pokana til að ná að loka þeim þétt eftir að hafa verið opnaðir.
Kaffið í krukku
Ef þú geymir kaffið þitt í lofttæmdu íláti eða krukku skaltu muna eitt – alltaf að þvo ílátið á milli þess sem þú klárar kaffið þar sem kaffibaunir innihalda olíur sem setjast innan á krukkuna og geta byrjað að lykta.
Kaffið í kæli
Sumir mæla með því að geyma kaffið í kæli eða frysti þar sem það lengi endingartíma baunanna, þó að baunirnar geti tekið í sig bragðeiginleika annarra matvæla í ísskápnum. En þú getur einnig lengt endingartíma baunanna með því að mala kaffið þitt sjálfur áður en þú hellur upp á, og þá með 90°-95° heitu vatni.