Við þurfum öll að þrífa heima hjá okkur en hversu oft þrífum við þar til við teljumst vera komin með hreingerningaráráttu? Ef þú hefur ekki tölu á því hversu miklum tíma þú eyðir í þrif, þá skaltu lesa nánar hér.
Þú ert alltaf með tuskuna á lofti
Þurrka af borðinu, þurrka af vaskinum, pússa spegilinn, ryksuga, þurrka aftur af borðinu, banka í púðana í sófanum...hinn eilífi þrifhringur sem þú kemst ekki út úr.
Ekkert stoppar þig
Það er sama hvort um aðfangadagskvöld sé að ræða eða afmæli, þá lætur þú ekkert stoppa þig ef þú rekst á blett einhvers staðar sem þarf að þurrka og þú gengur beint til verks.
Ný hreinsiefni gleðja þig
Þú færð fiðring í magann þegar þú fréttir af nýjum frábærum hreinsiefnum og getur ekki beðið með að prófa efnið heima hjá þér.
Vorhreingerning er mýta
Vorhreingerning fer fram sirka einu sinni í viku heima hjá þér. Því er þessi útlistun um þrif eftir árstíð algjör mýta. Heima hjá þér kallast þetta einfaldlega „þrif“.
Börn og gæludýr eru ekki á vinsældalistanum
Það leikur um þig smá „hryllingur“ að hugsa til þess þegar vinur tekur gæludýrið sitt með í heimsókn eða barn kemur í heimsókn með kex í hendinni. Bíttu í tunguna og fáðu útrás þegar gestirnir eru farnir heim.
Það eru skýrar reglur um hvernig eigi að þrífa heima hjá þér
Þú ert með ákveðnar vinnureglur um hvar eigi að byrja og svo koll af kolli. Eins hvaða hreinsiefni megi nota á hverjum stað fyrir sig og ef einhver ætlar að stíga inn í og skipta sér af þá...
Þú þrífur áður en gestirnir koma, ekki eftir að þeir fara
Heimilið þitt er það snyrtilegasta í öllum vinahópnum – samt þrífur þú áður en vinirnir koma. Fólk sem er ekki með hreingerningaráráttu skilur ekki að það er fullkomlega eðlilegt að þrífa tvo daga í röð.
Þú notar dýrustu og fínustu græjurnar
Þú átt eða óskar að þú ættir kraftmestu ryksuguna og nýjustu örtrefjaklútana – það er ekkert sem stoppar þig.
Þú tekur alltaf til eftir gleðskap áður en þú ferð í rúmið
Sumir elska að narta í mat eftir gott partí á meðan aðrir taka einn drykk til. En þú vilt bara helst byrja á að taka til. Bara aaaðeins að þurrka af borðinu og setja uppþvottavélina af stað. En makinn þinn elskar þig fyrir þessa framtakssemi þó að hann skilji ekki hvar þú fáir orkuna til þess.
Þú ert með lagalista við þrifin
Sumir eiga sinn lagalista þegar þeir fara út að hlaupa – þú átt þinn lagalista þegar þú þrífur.
Allt er skínandi hreint
Það er alltaf allt í toppstandi heima hjá þér, því um leið og þú kemur auga á blettinn grípur þú tuskuna. Þú gætir boðið drottningu heim til þín og hún myndi ekki hafa yfir neinu að kvarta.