Svona þrífur þú eftir gott partí

Ef þú hefur orku til skaltu fylgja þessum ráðum þegar …
Ef þú hefur orku til skaltu fylgja þessum ráðum þegar partínu lýkur. Þú munt þakka sjálfum þér fyrir daginn eftir. mbl.is/Colourbox

Ef gleðskapurinn var góður verða timburmennirnir það eflaust líka daginn eftir. Og eftir gott partí liggur klárlega nóg af glösum og öðru rusli sem þarf að þrífa og gott er að gera áður en þú ferð að sofa. 

Hér eru nokkur lauflétt ráð um hvernig þú þrífur eftir gott partí, jafnvel í annarlegu ástandi. Mundu bara að renna í gegnum þessi atriði, það mun klárlega hjálpa til í þynnkunni daginn eftir.

Ekki bera allt ruslið í tunnuna, taktu ruslapokann að ruslinu
Byrjaðu á því að taka allar dósir og flöskur sem liggja uppi á borðum og settu í stóran ruslapoka. Taktu annan poka og skafðu allar matarleifar af diskunum sem liggja í stofunni. Settu pokana til hliðar og virtu fyrir þér hversu dugleg/ur þú hefur verið til þessa.

Hreinsaðu til í eldhúsinu
Sjáðu til þess að eldhúsbekkurinn sé hreinn og fínn og strjúktu með tuskunni af eldhúsborðinu sjálfu. Þetta er mikilvægt fyrir það sem koma skal.

Raðaðu saman
Færðu þig aftur inn í stofu eða borðstofu þar sem flestöll glösin og diskarnir liggja. Byrjaðu að raða saman diskum, glösum og hnífapörum. Taktu fyrst diskana með inn í eldhús og settu í uppþvottavélina og því næst glösin og svo koll af kolli. Ef þú ert í stuði getur þú vaskað upp það sem ekki kemst í vélina eða raðað skítugu leirtauinu saman við vaskinn og beðið eftir að vélin klári sitt.

Settu húsgögnin á sinn stað
Raðaðu stólum og borðum aftur á sinn stað, taktu eitt rými fyrir í einu. Þú ert alveg að verða búinn með verkið!

Moppaðu yfir gólfið
Núna er ekkert eftir nema renna aðeins yfir gólfið – taktu eitt rými fyrir í einu. Þurrkaðu með blautri tusku yfir verstu blettina því þú skúrar yfir gólfið á morgun í rólegheitunum.

Það er geggjað að halda partí, en aðeins minna skemmtilegt …
Það er geggjað að halda partí, en aðeins minna skemmtilegt að þurfa að taka til eftir slíkt. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert