IKEA með umhverfisvænar nýjungar

Nýjar vörur líta dagsins ljós í febrúar frá IKEA.
Nýjar vörur líta dagsins ljós í febrúar frá IKEA. mbl.is/IKEA

Frá og með 1. febrúar munu nýjungar frá IKEA líta dagsins ljós. Og það sem einkennir flestallar vörurnar er að hér hefur verið hugað að umhverfinu í hönnunarferlinu.

Við erum til dæmis að sjá gardínur sem eru framleiddar úr endurunnum plastflöskum, en þær eru líka gæddar þeim eiginleikum að eiga að bæta loftið innandyra.

 
Eins er mikið úrval af körfum sem framleiddar eru úr bambus og bananatrefjum. En annað fallegt sem gleður augað eru m.a. lampar með ópalgleri sem koma sem stand-, borð- og loftljós.

Þessar gardínur eru unnar úr gömlum plastflöskum.
Þessar gardínur eru unnar úr gömlum plastflöskum. mbl.is/IKEA
Dásamlega fallegir lampar með hvítum ópal-skermum.
Dásamlega fallegir lampar með hvítum ópal-skermum. mbl.is/IKEA
Nýjar körfur undir allt og ekkert - framleiddar úr bananatrefjum.
Nýjar körfur undir allt og ekkert - framleiddar úr bananatrefjum. mbl.is/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert