Þú kannast kannski við að vakna á morgnana og allir gluggar eru hálfblautir af raka. Hér eru nokkur ráð um hvernig megi bera sig að til að koma í veg fyrir þetta leiðindavandamál.
Ryk og raki á rúðum getur nefnilega valdið skemmdum og það geta byrjað að myndast sveppir í körmunum. Hvort tveggja skapar óheilsusamlegt loftslag á heimilinu og að þessu ber að gæta.
- Sjáðu til þess að lofta út og fáðu gegnumtrekk á heimilinu – daglega, og jafnvel tvisvar á dag.
- Þurrkaðu alltaf með eldhúsrúllu eða tusku jafnóðum og þú sérð að raki byrjar að myndast á glerinu.
- Ofnar undir gluggum koma að góðum notum (ef þú ert með kveikt á þeim). Þeir sjá til þess að loftið haldist þurrt þegar það mætir köldum glugganum og þá myndast síður raki.
- Reynið að halda sama hitastiginu í gegnum allt húsið. Það er ekki gott að hafa eitt eða tvö herbergi í húsinu með enga kyndingu.
- Er kannski kominn tími til að skipta um gler í gluggunum? Gamlir gluggar eru ekki gæddir sömu einangrunareiginleikum og nýir.
- Fáðu þér rakamæli. Loftrakinn á ekki að vera hærri en 50-55% yfir vetrartímann.