Heimagerður tandori-kjúklingur með grískri jógúrt

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Ef það er eitthvað sem á alltaf við þá er það bragðmikill og góður kjúklingaréttur eins og þessi hér. Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að uppskriftinni og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

Heimagerður tandori-kjúklingur með grískri jógúrt

  • 1 kg kjúklingalæri
  • 400 g grísk jógúrt frá Örnu
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 5-6 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk. kóríander
  • 2 tsk. turmerik
  • 4 cm engifer, rifið
  • 2-3 tsk. chillíflögur
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. kardimommukrydd
  • 4 msk. tómatpúrra
  • 3-4 tsk. cumin (ath. ekki kúmen)
  • 4 tsk. paprikukrydd
  • 8 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

1.Blandið öllum hráefnunum fyrir marineringuna saman í skál og setjið kjúklinginn saman við

2. Marinerið í kæli í a.m.k. klukkustund, helst yfir nótt

3. Setjið í ofnfast mót og eldið í 180°C heitum ofni í 30 mínútur. Stillið svo ofninn á grill og eldið í nokkrar mínútur til viðbótar eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og smá brúnaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert